ViðskiptalausnirVið tökum að okkur hlutverk fjármálastjóra í þína þágu

Hafa samband

Áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar

Grunnur að árangursríkum fyrirtækjarekstri eru áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar. Skilvirkt bókhald og skýr fjármálastýring eru undirstöðuatriði til gagnlegrar áætlanagerða, frammistöðumats og reikningsskila.

Traustar stjórnendaupplýsingar

Til að ná árangri í rekstri og samkeppni þurfa stjórnendur að skilja og þekkja rekstur sinn til hlítar. Traustar og skilvirkar fjárhagsupplýsingar veita stjórnendum svigrúm til að einbeita sér að daglegum rekstri og þeim tækifærum sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni.

Skilvirk þjónusta

Bókhalds- og rekstrargögnin segja sögu fyrirtækisins og því er mikilvægt að öll slík gögn séu skrásett og skjöluð skilmerkilega. Með því að vanda meðferð bókhalds- og rekstrargagna má byggja upp öflugan grunn fjárhagsupplýsinga.

Alhliða fjármálaþjónusta

Við veitum alhliða fjármálaþjónustu til atvinnurekenda og veitum sérsniðnar lausnir fyrir hvern okkar viðskiptavin. Við auðveldum okkar viðskiptavinum að taka meðvitaðar ákvarðanir með hag fyrirtækisins fyrir brjósti.

Fjármálastjóri fyrirtækisins

Fjármálastýringu eða völdum fjárhagsferlum fyrirtækisins er úthýst til okkar. Hver viðskiptavinur fær sérstakan viðskiptastjóra hjá okkur sem á einlægan hátt sér um fjármál fyrirtækisins eins og hann væri þeirra eigin starfsmaður.

Þjónusta fjármálastjórans inniheldur m.a.:

  • Mælaborð stjórnandans
  • Bókhaldsþjónusta og launauppgjör
  • Fjárstýring og áætlanagerð
  • Aðstoð við stefnumótun og markmiðasetningu

Uppgjör og bókhaldsþjónusta

Almenn bókhaldsþjónusta, s.s. færsla bókhalds og afstemmingar, launauppgjör, uppgjör virðisaukaskatts og önnur tengd þjónusta.

Ársreikningar og reikningskil

  • Gerð ársreikninga og árshlutareikninga
  • Ráðgjöf varðandi alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)
  • Önnur ráðgjöf við reikningsskil

Skattaráðgjöf

  • Aðstoð og ráðgjöf við skattskil og skattaútreikninga
  • Aðstoð við úrlausn skattalegra álitamála
  • Ráðgjöf tengd skattamálum