&PálssonPersónuleg og metnaðarfull þjónusta með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi

&Pálsson

Settu þig í samband við okkur og við kynnum fyrir þér betri lausnir fyrir þitt fyrirtæki!

Fólkið okkar

Upphafið & sagan

2016

Pálsson & Co er stofnað í nóvember 2016 af Sigurði Straumfjörð Pálssyni og kemur sér fyrir í Kópavogi.

Fljótlega eftir stofnun gengur Guðmundur Kristinn Pálsson, bróðir Sigurðar til liðs við Pálsson & Co.

2017

Um mitt ár 2017 gengur þriðji bróðirinn, Guðbjörn Jón Pálsson til liðs við félagið, þá voru allir bræðurnir sameinaðir undir merki Pálsson & Co.

Fljótlega eftir það er fyrsti starfsmaðurinn ráðinn til liðs við félagið.

Það var svo í október sem Pálsson & Co flytur skrifstofuna úr Kópavogi að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík.

2018

Árið 2018 stækkaði teymi Pálsson & Co þegar annar starfsmaðurinn gekk til liðs við teymið.

Var teymið þá orðið 5 starfsmenn í lok árs.

2019

Þriðji starfsmaðurinn gekk til liðs við Pálsson & Co og var skrifað undir leigusamning að nýrri skrifstofu að Ármúla 3, Reykjavik.

2020

Í upphafi árs var tekin ákvörðun um að breyta nafni félagsins úr Pálsson & Co yfir í &Pálsson.

Á sama tíma og félagið var að flytja sig af Suðurlandsbrautinni yfir í Ármúlann gekk fjórði starfsmaður til liðs við teymi &Pálsson.

Í lok árs gekk fimmti starfsmaðurinn til liðs við teymið.

2021

Á árinu 2021 stækkaði hópurinn hratt, við bættust 4 starfsmenn.

Í lok ársins voru 12 starfsmenn hjá félaginu.

2022

Á árinu 2022 hélt teymið áfram að stækka og styrktist teymið um 7 starfsmenn.

Í lok ársins voru starfsmenn hjá félaginu orðnir 19 talsins.

Í september 2022 yfirtók &Pálsson rekstur Veghúsa. Bókhaldsstofa sem var í eigu Jón Óskars Karlssonar og Eggerts Steingrímssonar.

Með Veghúsum bættist við flottur hópur viðskiptavina ásamt því að þrír starsmenn Veghúsa bættus við lið &Pálsson.

 

2023

Á árinu 2023 hélt teymið áfram að stækka þar sem að þrír starfsmenn gengu til liðs við teymi &Pálsson.

Í lok árs 2023 vour starfsmenn hjá félaginu orðnir 22.

Á árinu 2023 bættist &Pálsson við Endurskoðun við þjónustuna sem félagið veitir til viðskiptavina sinna.

Í lok árs festi félagið kaup á framtíðarskrifstofuhúsnæði að Suðurlandsbraut 6B, 108 Reykjavík.