Bakgrunnur

Pálsson & Co var stofnað í nóvember 2016 af Sigurði Straumfjörð Pálssyni. Sigurður, sem er löggiltur endurskoðandi, hafði búið og starfað í London í 3 ár, fyrst sem verkefnastjóri á ráðgjafasviði hjá EY og síðar sem forstöðumaður ráðgjafasviðs hjá BM&T en ákvað að leita á heimaslóðir aftur. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins gengu bræður Sigurðar til liðs við Pálsson & Co. Þeir eru báðir hálskólagengnir frá Aarhus University og má því segja að um fjölskyldufyrirtæki sé að ræða sem endurspeglast í persónulegri og traustri þjónustu þeirra bræðra.