Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta í þágu fyrirtækja og einstaklinga

Skattaráðgjöf

&Pálsson Law hefur yfirgripsmikla reynslu af skattamálum og hefur aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki í öllum helstu atvinnugreinum. Pálsson Law veitir faglega skattaráðgjöf, kemur fram fyrir hönd einstaklinga og lögaðila í samskiptum við skattyfirvöld, aðstoðar við gerð skattframtala einstaklinga, annast skattalegar áreiðanleikakannanir vegna kaupa og sölu fyrirtækja og fleira.

&Pálsson Law

&Pálsson Law vinnur náið með öðrum sviðum &Pálsson og býr þannig yfir aðgengi að víðtækri sérfræðiþekkingu, meðal annars frá hagfræðingum, endurskoðendum og viðskiptafræðingum. &Pálsson Law og fjármálaráðgjöf &Pálsson starfa í nánu samstarfi við að styðja fyrirtæki við endurskipulagningu og móta hagkvæmar og raunhæfar lausnir á flóknum áskorunum.

&Pálsson Law

Hjá &Pálsson Law leggjum við áherslu á skýra, faglega og áreiðanlega ráðgjöf sem tekur mið af hagsmunum viðskiptavina okkar. Við veitum aðstoð á breiðu sviði, allt frá daglegum lögfræðilegum álitaefnum til flókinna fyrirtækja– og skattamála, samningsgerðar og áreiðanleikakannana.

Ráðgjafaþjónusta í boði


  • Skattalegar og lögfræðilega áreiðanleikakannanir

  • Verktakaréttur

  • Samnings- og skjalagerð

  • Vinnuréttur

  • Erfðaréttur

  • Fasteignaréttur

  • Verktakamál

  • O.fl.


Uppgjör og bókhaldsþjónusta

Almenn bókhaldsþjónusta, s.s. færsla bókhalds og afstemmingar, launauppgjör, uppgjör virðisaukaskatts og önnur tengd þjónusta.

Ársreikningar og reikningskil


  • Gerð ársreikninga og árshlutareikninga

  • Ráðgjöf varðandi alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)

  • Önnur ráðgjöf við reikningsskil

Skattaráðgjöf


  • Aðstoð og ráðgjöf við skattskil og skattaútreikninga

  • Aðstoð við úrlausn skattalegra álitamála

  • Ráðgjöf tengd skattamálum