Endurskoðun er óháð, kerfisbundin og fagleg skoðun á ársreikningum og tengdum gögnum sem hefur það að markmiði að láta í ljós sérfræðiálit á réttmæti, áreiðanleika og framsetningu þeirra, í samræmi við lög og viðeigandi reikningsskilareglur.
Tilgangur endurskoðunar er að veita eigendum, stjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum traust, yfirsýn og aukið öryggi varðandi fjárhagslegri stöðu og niðurstöður reksturs. Endurskoðandi skilar álitinu í formi endurskoðunaráritunar sem fylgir ársreikningum og lýsir því hvort reikningsskilin endurspegla með sanngjörnum hætti efnahagslega stöðu og afkomu fyrirtækisins.
Innleiðing endurskoðunar byggir á áhættumiðaðri nálgun, þar sem lögð er áhersla á skilning á rekstri og umhverfi viðskiptavinarins, mat á áhættu og framkvæmd viðeigandi skoðana á þeim þáttum sem skipta mestu máli til að tryggja réttar og áreiðanlegar upplýsingar í ársreikningum.
Þjónusta okkar á sviði endurskoðunar er:
- Ytri endurskoðun
- Innri endurskoðun
- Aðstoð við uppsetningu og skipulag innra eftirlits
- Sérstakar úttektir