Endurskoðun

Fagleg staðfesting og óháð álit

Endurskoðun

Endurskoðun er óháð, kerfisbundin og fagleg skoðun á ársreikningum og tengdum gögnum sem hefur það að markmiði að láta í ljós sérfræðiálit á réttmæti, áreiðanleika og framsetningu þeirra, í samræmi við lög og viðeigandi reikningsskilareglur.

Tilgangur endurskoðunar er að veita eigendum, stjórnendum og öðrum hagsmunaaðilum traust, yfirsýn og aukið öryggi varðandi fjárhagslegri stöðu og niðurstöður reksturs. Endurskoðandi skilar álitinu í formi endurskoðunaráritunar sem fylgir ársreikningum og lýsir því hvort reikningsskilin endurspegla með sanngjörnum hætti efnahagslega stöðu og afkomu fyrirtækisins.

Innleiðing endurskoðunar byggir á áhættumiðaðri nálgun, þar sem lögð er áhersla á skilning á rekstri og umhverfi viðskiptavinarins, mat á áhættu og framkvæmd viðeigandi skoðana á þeim þáttum sem skipta mestu máli til að tryggja réttar og áreiðanlegar upplýsingar í ársreikningum.

Þjónusta okkar á sviði endurskoðunar er:



  • Ytri endurskoðun

  • Innri endurskoðun

  • Aðstoð við uppsetningu og skipulag innra eftirlits

  • Sérstakar úttektir


Uppgjör og bókhaldsþjónusta

Almenn bókhaldsþjónusta, s.s. færsla bókhalds og afstemmingar, launauppgjör, uppgjör virðisaukaskatts og önnur tengd þjónusta.

Ársreikningar og reikningskil


  • Gerð ársreikninga og árshlutareikninga

  • Ráðgjöf varðandi alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS)

  • Önnur ráðgjöf við reikningsskil

Skattaráðgjöf


  • Aðstoð og ráðgjöf við skattskil og skattaútreikninga

  • Aðstoð við úrlausn skattalegra álitamála

  • Ráðgjöf tengd skattamálum