Fasteignaráðgjöf

Heildstæð aðstoð og ráðgjöf sem ætlað er að tryggja hámarksárangur við sölu- eða kaupferli fasteigna og kostnaðargreining nýframkvæmda. Fjárhagsleg greining fasteignaverkefna auk undirbúnings og aðstoðar við ákvörðunartöku.

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að greina tækifæri á fasteignamarkaði og meta arðsemi fasteignaverkefna á ýmsum stigum.  Við aðstoðum við áætlanagerð og rekstur fasteignafélaga og veitum ráðgjöf við stýringu á fasteignaþróunarverkefnum.  Einnig tryggjum við viðskiptavinum okkar örugga og hagkvæma fjármögnun fasteignaverkefna.

Fasteignaráðgjöf í boði:

Fasteignaráðgjöf í boði:

  • Arðsemisgreining
  • Fjármögnun
  • Kaup- og söluráðgjöf
  • Áætlanagerð
  • Rekstur fasteignafélaga
  • Samningagerð